Blue Car Rental styður áfram barna-og unlingastarf
Blue Car Rental ehf. og knattspyrnudeild Keflavíkur gerðu nýverið samning þess efnis að Blue Car Rental myndi halda áfram að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf félagsins í gegnum „Bláa liðið“. Bláa liðið er verkefni sem hófst árið 2016 með það að markmiðið að styðja við afreksþjálfun ungra knattspyrnuiðkenda. Í ár verður afreksþjálfunin í formi aukaæfinga fyrir iðkendur í 3. og 4. flokki kvenna og karla hjá Keflavík. Hugmyndin er að þeim leikmönnum sem hafa sérstakan áhuga á að bæta hæfni sína eða vilja freista þess að auka árangur sinn í íþróttinni verði boðið upp á aðstöðu og æfingar utan venjulegs æfingatíma.