Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Blue Car Rental og Knattspyrnudeild Keflavíkur framlengja samstarfssamning sinn
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 09:58

Blue Car Rental og Knattspyrnudeild Keflavíkur framlengja samstarfssamning sinn

Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental ehf. og fyrrum leikmaður Keflavíkur, og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar skrifuðu á dögunum undir tveggja ára framlengingu á samstarfssamningi sínum en Blue Car Rental ehf. hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár.

Blue Car Rental er í dag ein af öflugri bílaleigum á landinu. Fyrirtækið er í eigu og rekið af sönnum Keflvíkingum og þar starfar mikill fjöldi heimamanna en þess má geta að fyrirtækið hefur gefið gríðarlega mikið af sér til nærsamfélagsins undanfarin ár – svo eftir hefur verið tekið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jónas Guðni Sævarsson:
„Það er okkur í Keflavík mikils virði að eiga öfluga bakhjarla sem aðstoða okkur við að halda úti starfinu. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar öflug fyrirtæki af Suðurnesjum ákveða að koma inn með okkur með svona myndarlegum hætti eins og Blue hefur gert. Maggi Þorsteins er auðvitað stór hluti af Keflavíkurfjölskyldunni og hefur alla tíð verið enda lék hann yfir 300 leiki í Keflavíkurtreyjunni á sínum knattspyrnuferli.“

Magnús Sverrir Þorsteinsson:
„Það er okkur ánægja hjá Blue Car Rental að styðja við öflugt starf knattspyrnudeildarinnar í Keflavík. Það er uppbyggingarstarf í gangi karla megin og stelpurnar eru að gera fína hluti í eftstu deild. Það er mikilvægt fyrir okkur sem íbúa bæjarins og Keflvíkinga að hér þrífist öflugt íþróttastarf. Keflavík er líka mitt félag, hérna byrjaði þetta allt, hér iðka börnin mín og börn vina minna íþróttir og því gaman að fá tækifæri til að styðja við það góða íþróttastarf sem hér er unnið.“