Íþróttir

Blikar færðu Keflvíkingum orkudrykk fyrir lokaleikinn
Hólmar tók við orkudrykkjum frá stuðningsmönnum Blika.
Föstudagur 28. september 2018 kl. 13:29

Blikar færðu Keflvíkingum orkudrykk fyrir lokaleikinn

Breiðablik treystir á Keflvíkinga í síðustu umferðinni í Pepsi-deildinni í knattspyrnu og til að staðfesta það færðu stuðningsmenn Blikanna Keflvíkingum kassa af orkudrykk. Reyndasti leikmaður Keflvíkinga, Hólmar Örn Rúnarsson, tók við gjöfinni.

Blikar þurfa að vinna sinn leik og treysta á að bítlabæjarliðið vinni topplið Vals á Hlíðarenda. Suðurnesjaliðið hefur ekki unnið leik í sumar og gert 4 jafntefli, öll á útivelli. Það er mögnuð staðreynd að liðið hafi ekki náð stigi á heimavelli og líklega hefur það ekki gerst áður hjá félaginu.
Vangaveltur um þjálfara liðsins hafa verið í gangi og nafn Guðmundar Steinarssonar verið nefnt í því sambandi. Samkvæmt heimildum VF er það ekki rétt. Eysteinn Hauksson og Ómar Jóhannsson stýra liðinu í síðasta leiknum og ekki útilokað að þeir verði áfram hjá félaginu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024