Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Blikar engin fyrirstaða
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 10:06

Blikar engin fyrirstaða

Keflvíkingar í undanúrslit bikarsins

Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í átta liða úrslitum. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en eftir það tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum. Munurinn varð að lokum 35 stig, lokatölur 87-52. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í heimaliðinu en hún skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Carmen Tyson-Thomas kom henni næst með 20 stig og 12 fráköst.

Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 23/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 20/12 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Elfa Falsdottir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

VF jól 25
VF jól 25