Blautt tap í Grindavík
Grindvíkingar máttu þola enn eitt ósigurinn í Pepsi-deild kvenna, úrvalsdeild Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna. Í kvöld tóku þær grindvísku á móti FH í rennandi blautum fótboltaleik í Grindavík.
FH-ingar byrjuðu betur og Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði strax á 2. mínútu leiksins. Leikurinn var mjög jafn og það var ekki fyrr en á 36. mínútu að Rilany Aguiar Da Silva jafnaði fyrir Grindavík, með glæsilegu marki. Þannig var staðan í háfleik, 1-1.
Síðari hálfleikur var jafn eins og sá fyrri. FH-stúlkurnar voru hins vegar duglegri að nýta færin og gerðu útaf við leikinn á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks með tveimur mörkum, fyrst frá Guðnýju Árnadóttur og því síðara frá Megan Dunnigan.
Grindavík er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 6 stig þegar sjö umferðum er lokið. Þær hafa skorað 6 mörk en fengið á sig átján. Nú kemur smá hlé á deildarkeppnina en næsti leikur Grindavíkur í deildinni er á móti toppliði Þórs/KA föstudaginn 16. júní. Þær grindvísku mæta hins vegar Sindra í Borgunarbikarnum nk. föstudag á Sindravelli kl. 19:15.
Að neðan eru svipmyndir úr leiknum á fésbókarsíðu Víkurfrétta: