Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bláa lónið og Grindavíkurbær leggja fimmtíu milljónir til golfvallarins í Grindavík
Halldór Smárason formaður GG, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins og Róbert Ragnarssson bæjarstjóri Grindavíkur takast í hendur að lokinni undirskrift. VF-myndir/pket.
Miðvikudagur 6. maí 2015 kl. 06:58

Bláa lónið og Grindavíkurbær leggja fimmtíu milljónir til golfvallarins í Grindavík

Bláa Lónið og Grindavíkurbær munu leggja til 50 milljónir króna til áframhaldandi uppbyggingar Húsatóftavallar hjá Golfklúbbi Grindavíkur á næstu þremur árum. Markmið uppbyggingarinnar og breytinga er til að styrkja stöðu Grindavíkur sem áfangastaðar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

Með breytingunum mun Húsatóftavöllur verða í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki fyrir golftíðina 2017.

Grindavíkurbær hefur tekið þátt í uppbyggingu vallar og aðstöðu á undanförnum árum fyrir á sjötta tug millj. kr. Bláa lónið mun leggja að hámarki 40 millj. kr. á næstu þremur árum. Þá mun fyrirtækið kynna golfvöllinn í Grindavík sérstaklega í markaðs- og kynningarefni Bláa Lónsins. Golfvöllurinn verður liður í að hvetja gesti til að njóta upplifunar á svæðinu og auka fjölda gesta Bláa lónsins sem heimsækir Grindavík.

 Fjármagn Bláa lónsins til golfvallarins verður eyrnamerkt framkvæmdum við breytingar á brautum 1, 2, 3 og 17 og gerð nýrra brauta á 13. og 14. holu. Þá verður það einnig notað til umhverfisverkefna sem felast í gerð teiga, flata, stíga og tjarna við 17. braut. 

Grindavíkurbær mun ganga frá og leggja bundið slitlag að golfskála og á bílastæði við hann. Einnig við gerð undirganga undir Nesveg sem tengir saman brautir á neðra og efra svæði Húsatóftavallar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Halldór formaður, Sigmar varaformaður og Róbert vallarstjóri á 3. brautinni sem verið er að vinna í.



Grindvíkingurinn Jón Gauti Dagbjartsson  slær á 1. teig. Upphafsbrautin mun breytast og mun verða auðveldari fyrir „slæsara“ eins og þennan kappa.



Teigurinn mun færast á glæsilegan stað á 3. brautinni.



Hér má sjá teikninguna af Húsatóftavelli eins og hann mun líta út eftir breytingarnar. Neðst á henni má m.a. sjá breytingarnar við sjóinn, ný 13. braut par fimm, nýr par 3 braut og nýr teigur og ný flöt verða á par 5 brautinni númer 15.


Hér er loftmynd af stórum hluta vallarins frá sumrinu 2012.