Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bláa lónið gerir styrkarsamninga við Suðurnesjaklúbba
Fimmtudagur 15. apríl 2010 kl. 18:08

Bláa lónið gerir styrkarsamninga við Suðurnesjaklúbba


Bláa lónið og golfklúbbarnir á Suðurnesjum hafa gert með sér samstarfssamning fyrir árið 2010 og var hann undirritaður af forráðamönnum þessara aðila í Lava sal Bláa lónsins í dag. Heildarvirði samninganna er rúmlega ein milljón króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við viljum eiga gott samstarf við golfklúbbana og vonum að þessi samningur verði báðum aðilum til hagsbóta. Golfíþróttin er í miklum vexti og við viljum með þessum samningi náð enn betri tengingu við félagsmenn klúbbana á svæðinu sem er næst Bláa lóninu,“ sagði Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins við undirritunina í dag.

Forráðamenn Golfklúbbs Suðurnesja, Sandgerðis, Vatnsleysustrandar og Grindavíkur þökkuðu Grími fyrir þennan góða stuðning sem Bláa lónið sýnir golfíþróttinni á Suðurnesjum og tóku undir með honum um nánara samstarf í framtíðinni.

Mynd: F.v. Páll Erlingsson, formaður Golfklúbbs Grindavíkur, Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis, Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, Haukur Hauksson frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og Páll Ketilsson, varaformaður Golfklúbbs Suðurnesja.