Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Björn Lúkas tók silfrið
Mynd: mmafrettir.is
Mánudagur 20. nóvember 2017 kl. 10:43

Björn Lúkas tók silfrið

- fyrsti ósigur Björns í MMA

Björn Lúkas Haraldsson tók silfrið síðastliðinn laugardag á áhugamannamóti MMA í Barein. Björn Lúkas hafði unnið fjóra bardaga í fyrstu lotu fyrir úrslitaviðureignina en í úrslitunum reyndi hann að ná andstæðing sínum, Svíanum Khaled Laallam í armlás en en Khaled varðist vel. Bardaginn fór að mestu leyti fram á gólfinu og í standandi glímu.

Svíinn sigraði úrslitaviðureignina að lokum eftir dómaraákvörðun og náði Björn Lúkas sér því í silfur. Björn Lúkas hefur unnið sex bardaga og tapað einum á ferli sínum sem áhugamaður og má gera ráð fyrir því að atvinnumennskan sé handan við hornið hjá honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024