Íþróttir

Björn Lúkas með sigur í sínum öðrum MMA bardaga
Mynd af Facebook síðu Headhunters Fighting Championship.
Mánudagur 18. september 2017 kl. 10:22

Björn Lúkas með sigur í sínum öðrum MMA bardaga

-Andstæðingar Björns hafa báðir tapað gegn honum í 1. lotu

Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson vann sinn annan MMA bardaga á Headhunters bardagakvöldinu sem fram fór í Skotlandi síðastliðinn laugardag, en bardagann sigraði hann með uppgjafartaki í 1. lotu gegn Georgio Christofi. Björn var einn af fjórum sem kepptu á kvöldinu frá Mjölni.

Hann keppti sinn fyrsta MMA bardaga í Færeyjum í vor en þann bardaga sigraði Björn með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Hvorugur andstæðinga hans hefur því komist í aðra lotu gegn honum. Björn Lúkas hefur þar að auki mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondó og jiu-jitsu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Björn sagði í samtali við MMA fréttir að hann sæi fyrir sér að hann myndi vinna bardagann strax með rothöggi eða „funky submission“ í fyrstu eða annarri lotu. Bardagann sigraði Björn eftir 1:54 mínútu í 1. lotu.

Bardagann hjá Birni má sjá hér að neðan.