Björk, Aníta og Heiða áfram í Njarðvík
Þær Björk Gunnarsdóttir, Aníta Kristmundsdóttir Carter og Heiða Björg Valdimarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við Njarðvík í körfuknattleik, en Njarðvíkurliðið missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð.
Leikstjórnandinn Björk er óðar að skipa sér í sveit sterkustu leikstjórnenda landsins og framlengdi nú við lið Njarðvíkur til tveggja ára. Aníta hefur glímt við meiðsli í nokkur ár en eftir aðgerð í janúar kemur hún öflug inn í liðið með haustinu. Þá er Heiða aftur sameinuð Hallgrími Brynjólfssyni, þjálfara liðsins, en Heiða lék einnig undir stjórn hans þegar hún spilaði með Hamri tímabilið 2015 til 2016.