Björgvin Sigmunds vann á Hólmsvelli
Hundruð kylfinga hafa mætt í Leiruna um páskana.
Um 80 kylfingar tóku þátt í þriðja mótinu á Egils Gullmótaröðinni hjá Golfklúbbi Suðurnesja sem fram fór í fyrradag. Kylfingar hafa fjölmennt um páskana í Leiruna enda aðstæður mjög góðar.
Tveir kylfingar léku undir pari í mótinu en það voru þeir Björgvin Sigmundsson úr GS og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG sem léku báðir á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Björgvin sigraði höggleikinn en hann lék betur á seinni níu holnum eða fjórum höggum undir pari.
Í punktakeppninni var það Guðjón Ragnar Svavarsson úr GS sem lék best. Hann lék á 41 punkt og varð einum punkti betri en Jóhann Kristinsson úr GR sem varð annar. Hér að neðan má sjá nánari úrslit úr mótinu.
	Efstu kylfingar í höggleik:
	1. Björgvin Sigmundsson GS 71 -1
	2. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 71 -1
	3. Bjarni Sigþór Sigurðsson GS 72 par
	4. Daníel Hilmarsson GKG 74 +2
	5. Haukur Már Ólafsson GKG 75 +3
	6. Jóhann Kristinsson GR 75 +3
	Efstu kylfingar í punktakeppni:
	1 Guðjón Ragnar Svavarsson GS 41 punktur
	2 Jóhann Kristinsson GR 40
	3 Ásgeir Ingvarsson GKG 39
	4 Halldór Kristján Þorvaldsson GS 39
	Nándarverðlaun:
	Næst holu á 9. braut: Jóhann Kristinsson 71 cm
	Næst holu á 16. braut: Þórir Gíslason 55 cm
	Næst holu á 18. braut: Alfreð Brynjar Kristinsson 71 cm.
Að sögn framkvæmdastjóra GS verða flatir slegnar og valtaðar fyrir næsta mót sem verður á laugardaginn.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				