Björg og stöllur steinlágu
Knattspyrnukonan Björg Ásta Þórðardóttir var í byrjunarliði U 21 landsliðs Íslands sem steinlá gegn Bandaríkjunum í gær, 4-0. Þetta var fyrsti leikur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.
Bandaríkjamenn sigruðu nokkuð sannfærandi í leiknum en íslenska liðið átti engu að síður ágæta kafla í leiknum. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Þjóðverjum.
Bandaríkjamenn sigruðu nokkuð sannfærandi í leiknum en íslenska liðið átti engu að síður ágæta kafla í leiknum. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Þjóðverjum.