Laugardagur 10. október 2020 kl. 07:34
Bjóði upp á æfingar í Sandgerði og Garði
Samstarfssamningur milli körfuknattleiksdeildar Reynis og Suðurnesjabæjar var til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar. Ráðið hvetur körfuknattleiksdeild Reynis til að bjóða upp á æfingar í báðum bæjarhlutum til að gæta jafnræðis á milli bæjarkjarna.