Íþróttir

Bjóða konum í fría líkamsrækt í febrúar
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 10:09

Bjóða konum í fría líkamsrækt í febrúar

Æfingagjöld júdódeildar Sleipnis fyrir 18 ára og yngri eru ávallt jöfn hvatagreiðslum sveitafélagana í kring. Þannig er tryggt að öll börn á suðurnesjum geti stundað íþróttina óháð fjárhagslegum eða félagslegum aðstæðum foreldra. Nú ætla deildin að bjóða öllum konum á Reykjanesskaganum frítt í líkamsrækt í febrúar.
 
Júdódeild Njarðvíkur hefur lagt ríka áherslu á að auka þátttöku kvenna í glímuíþróttum. Mikil þátttaka var á sjálfsvarnarnámskeiði fyrir konur sem var haldið á haustdögum. Nú hefur deildin ákveðið að byrja með sérstakt kvennanámskeið í Brazilian jiu jitsu og júdó.  Æfingarnar henta konum á öllum aldri og eru aðlagaðar hverri og einni. Farið verður í grunnæfingar í japönsku íþróttinni júdó (hin mjúka leið) og Brazilian jiu jitsu (hin blíða leið). Í hvorugri íþróttinni eru högg eða spörk leyfileg en báðar greinarnar virka vel sem sjálfsvörn.  Æfingarnar byggjast á tækni, þreki og úthaldi auk liðleika og samhæfingar. Kennarar eru Angela Humada Torres og Guðmundur Stefán Gunnarsson.
 
Í september var farið af stað með stúlknatíma sem eru byggðir upp sem þrek og líkamsþjálfun, auk kennslu í sjálfsvarnaríþróttum. Hægt og bítandi hefur bæst í æfingahópinn. Alls eru stúlkurnar orðnar 13 talsins og nokkrar eru farnar að æfa með almennum æfingahópum.
 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024