Bjarni og Guðjón sigruðu í sínum flokkum
- á vormóti barna og unglinga í júdó.
Krakkarnir úr Njarðvík sópuðu til sín verðlaunum á vormóti barna og unglinga um helgina. 14 keppendur tóku þátt fyrir hönd UMFN og allir unnu til verðlauna. Bjarni Darri Sigfússon og Guðjón Oddur Kristjánsson unnu í sínum flokkum, U18 ára, Bjarni í -73kg flokki og Guðjón í +90kg flokki. Tveir keppendur kepptu upp fyrir sig þ.e. í aldursflokki (18-20 ára) og þyngdarflokki, Bjarni Darri í -81kg floki og Ægir Már Rúnarsson í -66kg flokki. Þeir kræktu báðir í silfurverðlaun í þeim flokki sem er mikið afrek.