Bjarni og Ægir keppa í bardagaíþróttum í Skotlandi
Njarðvíkingarnir Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon munu keppa á Inferno 9 bardagakvöldinu í Skotlandi sem fram fer þann 7. október næstkomandi. Ægir Már mun þar keppa í MMA en Bjarni Darri í uppgjafarglímu.
Ægir Már er 18 ára gamall og mætir Aaron Towns í bantamvigt, en þetta er í fyrsta sinn sem Sleipnir í Reykjanesbæ sendir frá sér MMA keppendur og þar af leiðandi fyrsti MMA bardagi Ægis. Ægir er margfaldur Íslandsmeistari í júdó og taekwondó og hefur einnig unnið til verðlauna í brasilísku jiu-jitsu.
Bjarni Darri mun keppa, eins og áður segir, í uppgjafarglímu á sama bardagakvöldi. Bjarni er einnig 18 ára gamall en hann er Íslandsmeistari unglinga í júdó, taekwondó og brasilísku jiu-jitsu.