Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni hlaut Ólafsbikarinn
Þriðjudagur 21. mars 2017 kl. 11:04

Bjarni hlaut Ólafsbikarinn

Hilmar Hafsteinsson hlaut gullmerki UMFN á aðalfundi

Aðalfundur UMFN var haldinn á dögunum en þar hlaut Bjarni Sæmundsson Ólafsbikarinn fyrir störf sín fyrir knattspyrnudeildina. Bikarinn er veittur af fjölskyldu Ólafs heitins Thordersen árlega til þeirra sem hafa unnið vel að málefnum félagsins. Bjarni hefur komið víða að í starfsemi knattspyrnudeildarinnar sem leikmaður í meistaraflokki, formaður deildarinnar 2008-2011, formaður barna og unglingaráðs frá 2016. Hilmar Hafsteinsson hlaut gullmerki fyrir störf sín í þágu körfuboltans í Njarðvík. Þá hlutu þau Agnar Mar Gunnarsson, Bylgja Sverrisdóttir og Helgi Helgason silfurmerki fyrir starf sitt í þágu körfuboltans.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn sem formaður á fundinum og stjórn félagsins er óbreytt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gestir bæði frá ÍSÍ og UMFÍ veittu viðurkenningar. Sigríður Jónsdóttir ritari frkvstj. ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ afhenti formanni júdódeildarinnar Guðrúnu Bjarnadóttur endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ. Auður Inga Þorsteinsdóttir frkvstj. UMFÍ sæmdi þau Þórunni Friðriksdóttur og Kristinn Pálsson starfsmerki UMFÍ.

Reikningar félagsins voru lagðir fram og er rekstur félagsins góður og jákvæður. Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum:

Gullmerki: Hafsteinn Hilmarsson fyrir körfubolta.

Silfurmerki: Agnar Mar Gunnarsson, Bylgja Sverrisdóttir og Helgi Helgason öll fyrir körfubolta.

Bronsmerki: Sævar Ágústsson fyrir körfubolta og Svanur Þorsteinsson fyrir knattspyrnudeildina.