Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. október 2003 kl. 12:06

Bjarni hættir sem þjálfari Grindavíkur

Í gærkvöldi ákvað stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur og Bjarni Jóhannsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindvíkinga í knattspyrnu að Bjarni myndi hætta sem þjálfari liðsins, en frá þessu er greint á mbl.is. Á fundi sem stjórn deildarinnar hélt í morgun með Bjarna var ákveðið að segja upp samningi hans við félagið, en Bjarni hefur þjálfað Grindvíkinga í tvö ár. Samningur Bjarna við félagið var til fjögurra ár með uppsagnarákvæði 1. til 15. október ár hvert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024