Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni Darri yngsti sigurvegari í unglingaflokki
Miðvikudagur 19. nóvember 2014 kl. 09:21

Bjarni Darri yngsti sigurvegari í unglingaflokki

- frá upphafi á meistaramóti í glímu.

Tveir Njarðvíkingar mættu til keppni í meistaramótaröðinni í glímu sem fram fór á dögunum. Það voru þau Marín Veiga Guðbjörnsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon. Marín varð þriðja í sínum flokki en Bjarni Darri Sigfússon sigraði unglingaflokk 16 -18 ára -80kg. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir það að hann er einungis 15 ára gamall og er því yngsti sigurvegari í þessari mótaröð frá upphafi. Framtíðin er björt hjá Júdódeild UMFN.

 
Þjár ungar og upprennandi júdókempur frá UMFN tóku þátt á Sveitakepni Íslands í Júdó sem einnig fór fram nýverið. Það voru þeir Birkir Freyr Guðbjartsson, Bjarnir Júlíus Jónsson og Jón Axel Jónasson. Í fyrstu viðureign áttu okkar menn við sveit JR sem er skipuð mjög reyndum júdóköppum eins og Þormóði Jónssyni ólympíufara. JR-ingar sigruðu okkar menn enda hoknir af reynslu.
 
 
Myndina tók Davíð Áskelsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024