Bjarni Darri sigursæll í glímu
Sá efnilegasti á landinu.
Hinn ungi og efnilegi Bjarni Darri Sigfússon sigraði á Íslandsmeistaramótaröðinmi í Glímu fyirr 17-20 ára. Bjarni, sem er nýorðinn 16 ára, gerði sér lítið fyrir og lagði alla andstæðinga sína um helgina í 3. umferð meistaramótaraðarinnar og var þar með yngsti einstaklingurinn til að vinna þann titil. Marín Veiga Guðbjörnsdóttir (15 ára) varð þriðja í mótaröðinni þrátt fyrir að vera ekki keppnisfær um helgina.
Efnilegasti Glímumaður Íslands
Bjarni var valinn efnilegasti glímumaður Glímusambands Íslands og er það enn ein rósin í hnappagatið hjá honum og Júdódeild UMFN, þar sem deildin átti efnilegustu júdókonu Íslands á síðasta ári.
Sex Íslandsmeistaratitlar á þessu tímabili
Keppnistímabil GLI er frá september fram á sumar. Það sem af er liðið þessu tímabili hafa 5 einstaklingar unnið til 7 íslandsmeistaratitla í keppnum Glímusambands íslands. Guðmundur Stefán Gunnarsson og Marín Veiga Guðbjörnsdóttir urðu íslandsmeistarar í keltneskum fangbrögðum eða backhold eins og þau eru kölluð. Guðbrandur Helgi Jónsson, Halldór Logi Sigurðsson og Bjarni Darri Sigfússon urðu íslandsmeistarar U16 og nú um helgina varð hann svo Íslandsmeistari 17-20 ára.