Bjarni Darri keppir í Skotlandi
Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sigfússon er á leið til Skotlands í lok mánaðarins ásamt þjálfara sínum, Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, til að taka þátt í landsliðsverkefni Glímusambands Íslands, sem eru hálandaleikar. Bjarni Darri vann vann sér inn rétt á að keppa á þessu móti með því að sigra Íslandsmótið í sínum aldursflokki í glímu.
Til gamans má geta að sama árið varð Bjarni Darri Íslandsmeistari í þremur bardagaíþróttum, fyrir bæði Keflavík og Njarðvík. Á þessum hálandaleikum keppir Bjarni Darri í grein sem heitir Backhold sem líkist mikið hryggspennu þar sem tveir glíma þangað til annar fellur í jörðina eða missir grip á andstæðing sínum. Þetta er önnur landsliðsferð Bjarna á þessu ári. Hann tók einnig þátt í Norðurlandameistaramótinu í júdó fyrir hönd Júdósambands Íslands.