Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bjarni Darri bikarmeistari í glímu
Bjarni Darri með andstæðing sinn á lofti.
Þriðjudagur 16. janúar 2018 kl. 12:07

Bjarni Darri bikarmeistari í glímu

Bjarni Darri varð bikarmeistari í -80kg flokki fullorðinna um helgina í Bikarglímu Íslands. Njarðvíkingar stóðu sig vel á mótinu en Bjarni varð einnig í öðru sæti í unglingaflokki og Ingólfur Rögnvaldsson í því þriðja. Þá krækti Kári Ragúels Víðisson í þriðju verðlaun í -90kg flokki fullorðinna.

Íslandsmótið í Backhold fór einnig fram um helgina en þar var Kári hlutskarpastur í -90kg flokki unglinga og Ingólfur annar í -70kg flokki unglinga og sá þriðju í -90kg flokki unglinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024