Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarki líklega á leið frá Keflavík
Miðvikudagur 17. október 2007 kl. 15:53

Bjarki líklega á leið frá Keflavík

Markvörðurinn Bjarki Freyr Guðmundsson sem lék með Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í sumar er líklegast á förum frá félaginu. Bjarki sagði í samtali við vefmiðilinn www.fotbolti.net í dag að hann vildi finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu til þess að spila með á næstu leiktíð.

 

Bjarki sagðist ennfremur ekkert hafa rætt við neitt félag ennþá en að hann hafi óskað eftir því við Kristján Guðmundsson, þjálfara liðsins, að fá að fara þar sem hann væri í vinnu í Reykjavík og því hentaði honum betur að leika með liði á höfuðborgarsvæðinu.

 

Bjarki er 31 árs gamall og hefur m.a. orðið bikarmeistari með Keflavík en síðustu tvær leiktíðir var hann á mála hjá ÍA.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

VF-Mynd/ [email protected] - Bjarki í baráttunni með Keflavík gegn Fylki á síðustu leiktíð.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024