Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjargvætturinn til Grindavíkur
Mánudagur 23. mars 2009 kl. 17:48

Bjargvætturinn til Grindavíkur

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson, oft nefndur bjargvætturinn, er genginn til liðs við Grindavík frá Keflavík. Þórarinn skrifaði undir samning við Grindvíkinga í hádeginu og gildir hann út tímabilið. Frá þessu er greint á mbl.is

Þórarinn hefur leikið með Keflavík, Þrótti og skoska liðinu Aberdeen en hann hefur skoraði 50 mörk í 165 leikjum í efstu deild.

Áður hefur Grindavík fengið Sveinbjörn Jónasson frá Fjarðabyggð og Óttar Stein Magnússon frá Keflavík og von er á frönskum leikmanni til reynslu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024