Bítast um síðasta sætið
Suðurnesjaliðin töpuðu bæði
Enn er allt í járnum í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum. Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík bítast um fjórða sætið en bæði lið máttu sætta sig við tap í gær.
Grindvíkingar heimsóttu sterka Hauka á útivöll og töpuðu 70:57. Haukar höfðu yfirhöndina allan leikinn og voru skrefinu á undan Grindavíkurkonum í flestum aðgerðum. Whitney Frazier átti flottan leik með 25 stig og 19 fyrir Grindavík. Aðrir leikmenn voru talsvert frá sínu besta. Grindvíkingar eiga leik til góða en þær sækja Snæfell heim á laugardaginn.
Haukar-Grindavík 70-57 (18-15, 15-10, 16-12, 21-20)
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 25/19 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Íris Sverrisdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2, Ólöf Rún Óladóttir 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.
Hólmarar skelltu Keflvíkingum 80:59 þegar liðin áttust við í gær. Jafnræði var með liðunum í upphafi og leiddu gestirnir frá Keflavík eftir fyrsta leikhluta. Snæfell setti svo í gírinn og náði forystu en sterkur lokasprettur þeirra gerði svo algjörlega útslagið. Thelma Dís Ágústsdóttir var flott hjá Keflvíkingum með 21 stig og 11 fráköst. Sandra Lind skoraði svo 10 stig. Erlendu leikmennirnir tveir gerðu samtals 11 stig í leiknum. Keflvíkingar eru nú tveimur stigum frá grönnum sínum í Grindavík en liðið mætast í síðustu umferð deildarinnar þann 22. mars.
Snæfell-Keflavík 80-59 (14-16, 25-15, 19-16, 22-12)
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 21/11 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Monica Wright 9/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Melissa Zornig 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0.