Birnirnir frá Bakken mæta í Sláturhúsið
Keflavík tekur á móti danska liðinu Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu kl. 19.15 í kvöld. Takist Keflavík að sigra í leiknum hafa þeir tryggt sér góða stöðu í riðlinum fyrir útileikina þrjá sem eftir eru. Það verður því allt lagt í sölurnar í kvöld til að fara með sem hagstæðust úrslit erlendis.
„Við munum pressa allan völlinn og verðum þéttir inni í miðju því strákarnir í Bakken Bears eru töluvert stærri en við. Við verðum í mjög góðum málum takist okkur að sigra í kvöld og það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Falur Harðarson aðstoðarþjálfari Keflavíkur.
VF-mynd/ úr safni