Birna Valgerður semur við stóran skóla í Bandaríkjunum

Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Kelfavíkur í körfu hefur samið við Arizona háskólann og mun hún leika með liði skólans á næsta ári eða 2019. Karfan.is greinir frá þessu.

Birna hefur verið mikilvægur leikmaður í liði Keflavíkur þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gömul. Á síðasta tímabili var hún með 9,1 stig og 3,5 fráköst á meðaltali á 18 mínútum. Birna leikureinnig stórt hlutverk hjá U18 ára landsliðinu í körfu en liðið keppir á EM á næstunni.

Arizona Wildcaats leika í gríðarlega sterkri deild, Pac-12 og er þjálfari liðsins fyrrum leikamaður WNBA, Adia Barnes. Á komandi tímabili mun Birna leika með Keflavík áður en hún heldur til Arizona í nám og til að leika körfubolta.