Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna og Kristinn leikmenn ársins
Birna Valgerður er leikmaður ársins í Subway-deild kvenna en hún átti frábært tímabil í ár. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2024 kl. 12:45

Birna og Kristinn leikmenn ársins

Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks sjálfboðaliðar ársins

Körfuknattleikssamband Íslands opinberaði val á leikmönnum og liðum árins nú í hádeginu auk annarra heiðrana. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er leikmaður ársins í Subway-deild kvenna og Kristinn Pálsson, Njarðvíkingurinn sem varð Íslandsmeistari með Val, er leikmaður ársins hjá körlunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur, og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs og Íslandsmeistara Keflavíkur, eru þjálfarar ársins.

Remy Martin meiddist á tímabilinu og missti af úrslitakeppninni með Keflavík.

Besti erlendi leikmaður Subway-deildar karla er Remy Martin hjá Keflavík.

Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson er einn reynslumesti dómari landsins.

Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson var valinn dómari ársins og þá hlutu sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks þann heiður að vera valdir sjálfboðaliðar ársins.

Í fyrstu deildunum voru tveir Þróttarar valdir í lið ársins í fyrstu deild karla, Magnús Már Traustason og Jón Arnór Sverrisson, og þá var Dzana Crnac valin í lið ársins hjá konunum en Dzana, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Aþenu í ár.


Valið í heild sinni má sjá hér að neðan:

1. deild karla

Erlendur leikmaður ársins: Jaeden King (Snæfell)

Þjálfari ársins: Jakob Örn Sigurðarson (KR)

Úrvalslið:

Viktor Steffensen (Fjölnir), Jón Arnór Sverrisson (Þróttur V.), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (Skallagrímur), Magnús Már Traustason (Þróttur V.) og Friðrik Leó Curtis (ÍR).

Ungi leikmaður ársins: Friðrik Leó Curtis (ÍR)
Varnarmaður ársins: Björgvin Hafþór Ríkharðsson (Skallagrímur)
Leikmaður ársins: Viktor Steffensen (Fjölnir)

1. deild kvenna

Erlendur leikmaður ársins: Aniya Thomas (Hamar/Þór)
Þjálfari ársins: Hákon Hjartarson (Hamar/Þór)

Úrvalslið:

Jónína Þórdís Karlsdóttir (Ármann), Emma Hrönn Hákonardóttir (Hamar/Þór), Dzana Crnac (Aþena), Fjóla Gerður Gunnarsdóttir (KR) og Ása Lind Wolfram (Aþena).

Ungi leikmaður ársins: Fjóla Gerður Gunnarsdóttir (KR)
Varnarmaður ársins: Elfa Falsdóttir (Ármann)
Leikmaður ársins: Emma Hrönn Hákonardóttir (Hamar/Þór)

Aðrar viðurkenningar:

Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson
Sjálfboðaliði ársins: Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks

Subway deild karla

Prúðasti leikmaðurinn: Haukur Helgi Pálsson (Álftanes)
Erlendur leikmaður ársins: Remy Martin (Keflavík)
Þjálfari ársins: Benedikt Guðmundsson (Njarðvík)

Úrvalslið:

Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur).

Ungi leikmaður ársins: Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.)
Varnarmaður ársins: Sigurður Pétursson (Keflavík)
Leikmaður ársins: Kristinn Pálsson (Valur)

Subway deild kvenna

Prúðasti leikmaðurinn: Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar)
Erlendur leikmaður ársins: Lore Devos (Þór Ak.)
Þjálfari ársins: Sverrir Þór Sverrisson (Keflavík)

Úrvalslið:

Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík).

Ungi leikmaður ársins: Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan)
Varnarmaður ársins: Ísold Sævarsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður ársins: Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík)