Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna í eins leiks bann og missir af næsta leik
Birna í baráttunni gegn Snæfelli í öðrum leik liðanna.
Mánudagur 24. apríl 2017 kl. 23:08

Birna í eins leiks bann og missir af næsta leik

Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkurkvenna var dæmd í eins leiks bann eftir atvik í þriðja leik Keflavíkur og Snæfells í Domino's deild kvenna í körfubolta. Hún missir því af fjórða leik liðanna í Keflavík á miðvikudagskvöld en þá geta heimastúlkur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í leiknum.

Málið var tekið fyrir í dag og þar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrskurðurinn tekur gildi nú þegar.“