Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna heiðruð fyrir 50 landsleiki
Þriðjudagur 5. október 2004 kl. 13:26

Birna heiðruð fyrir 50 landsleiki

Birna Valgarðsdóttir lék sinn 50. landsleik gegn Andorra á FIBA Promotion cup þann 28. júlí í sumar. Að því tilefni fékk hún afhent gullúr eftir leik Keflavíkur og KR í meistarakeppni KKÍ sl. sunnudag.

Birna hefur nú leikið 57 landsleiki og aðeins ein kona hefur leikið fleiri landsleiki. Það er Anna María Sveinsdóttir sem lék 60 landsleiki, en hún hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna. Það má því fastlega búast við því að Birna slái landsleikjametið næsta sumar.
VF-mynd/Hilmar Bragi, texti:kki.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024