Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

 Birna best í bursti Keflavíkur
Sunnudagur 30. nóvember 2008 kl. 13:29

Birna best í bursti Keflavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birna Valgarðsdóttir var sjóðheit þegar meistaralið Keflavíkur vann Snæfell auðveldlega í Toyota höllinni í gær með 80 stigum gegn 59 í Iceland Express deildinni í körfubolta.
Birna átti enn einn stórleikinn og svo virðist sem hún hafi haft deyfandi áhrif á aðra leikmenn Keflavíkur því leikur liðsins í heild var ekkert sérstakur í þessari viðureign. Kannski voru Snæfellsdömurnar of slakar en þær sýndu þó í lokin nokkuð skemmtilega takta. Þær skoruðu 38 stig í seinni hálfleik en aðeins 21 stig í fyrri hálfleik en þá fór Birna mikinn og skoraði jafn mikið og Snæfellsliðið! Í hálfleik var staðan 42-21.
Birna kláraði leikinn með 31 stig en Pálína kom næst með 18 stig. Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 13 stig. Hjá Snæfelli var Berglind Gunnarsdóttir með 15 stig.

Svava Stefánsdóttir tekur skot að körfu Snæfells.

Birna skorar tvö af 31 stigi sínu í leiknum gegn Snæfellsdömum.

Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 13 stig hjá Keflavík.

Pálína brunar inn í teig Snæfells. Hún skoraði 18 stig fyrir Keflavík.

VF-myndir/pket.