Birkir setti piltamet á NMU
Sundfólk ÍRB náði góðum árangri á Norðurlandameistaramóti unglinga um helgina. Hæst bar árangurinn hjá Birki Má Jónssyni sem bætti íslenska piltametið í 200m flugsundi. Tími hans var 2,07,13. Gamla metið var í eigu Hjartar Más Reynissonar sundmanni úr KR. Birkir Már lenti í fjórða sæti í sundinu. Birkir Már var einnig í sveit Íslands sem setti landsveitarmet í 4 x 100m fjórsundi og vann til bronsverðlauna. Þar synti hann baksund og bætti sinn fyrri árangur. Birkir synti líka 100m flugsund þar sem hann hafnaði í 7. sæti, þar var hann við sinn besta tíma. Einnig synti hann 50m flugsund (9. sæti)og 400m skriðsund (5.sæti) þar sem hann bætti sig. Í 400 metrunum synti hann á langbesta tíma sem náðst hefur í greininni hérlendis á árinu.
Helena Ósk Ívarsdóttir stóð sig vel en hún keppti í 50 (6. sæti), 100 (7. sæti) og 200m bringusundi (6. sæti). Hún bætti sinn fyrri árangur í 200m sundinu, var alveg við sinn besta tíma í 50 metrunum en aðeins frá í 100 metrunum.
Helena Ósk Ívarsdóttir stóð sig vel en hún keppti í 50 (6. sæti), 100 (7. sæti) og 200m bringusundi (6. sæti). Hún bætti sinn fyrri árangur í 200m sundinu, var alveg við sinn besta tíma í 50 metrunum en aðeins frá í 100 metrunum.