Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birgitta með fimm mörk í stórsigri Grindavíkur
Birgitta Hallgrímsdóttir. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 9. júlí 2020 kl. 22:55

Birgitta með fimm mörk í stórsigri Grindavíkur

Grindavík bauð upp á sjóðheita markasúpu á Grindavíkurvelli í kvöld þegar heimakonur tóku á móti Álftanesi í fjórðu umferð í 2. deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Lokastaðan varð 6:0 fyrir Grindavík.

Grindavík byrjaði leikinn af krafti og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir Grindavík. Una Rós Unnarsdóttir opnaði markareikninginn hjá Grindavík á tólftu mínútu. Eftir það tók Birgitta Hallgrímsdóttir við og raðaði inn mörkum. Hún hafði skorað fimm mörk áður en flautað var til leiksloka. Tvö markanna gerði hún í fyrri hálfleik og bætti við þremur í þeim síðari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birgitta Hallgrímsdóttir skorar eitt af fimm mörkum sínum í kvöld. Ótrúlegur leikur hjá þessari mögnuðu knattspyrnukonu. 

Hér að neðan er upptaka af leiknum. Einnig er myndasafn frá viðureign kvöldsins neðar á síðunni.

Grindavík - Álftanes | 2. deild kvenna