Bílavíkurmótið: UMFN og UMFG leika til úrslita
Njarðvíkingar báru sigurorð af Keflvíkingum í gær, 90-80, í Bílavíkurmótinu í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þá voru Fjölnismenn auðveld bráð Grindvíkinga en þeim leik lauk með 30 stiga sigri Grindavíkur, 116-86.
UMFN-Keflavík – tölfræði leiksins
UMFG-Fjölnir – tölfræði leiksins
Keflavík og Fjölnir mætast svo í fyrri leik kvöldsins eða kl. 18:30 og leika þar um þriðja til fjórða sæti en Njarðvík og Grindavík mætast í úrslitaleik kl. 20:30 í Ljónagryfjunni í kvöld.
VF-mynd/ frá leik Grindavíkur og Fjölnis á síðasta leiktímabili. Jeb Ivey, með boltann á myndinni, mun leika með Njarðvíkingum í vetur.