Bikartvíhöfði á Suðurnesjum í dag
Grindavík og Keflavík gætu mæst í úrslitum
Í kvöld fara fram undanúrslit í bikarkeppni kvenna í körfubolta þar sem Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík verða í eldlínunni. Ríkjandi bikarmeistarar Grindavíkur fá Stjörnuna í heimsókn í Mustad höllina á meðan Keflvíkingar taka á móti toppliði Domino's deildarinnar, Snæfelli í TM-höllinni.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Suðurnesjaliðin léku til úrslita í fyrra og er sá möguleiki fyrir hendi að sá leikur verði endurtekinn.