Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikartitlar í Reykjanesbæ
Mánudagur 28. febrúar 2011 kl. 13:53

Bikartitlar í Reykjanesbæ

Nú um helgina fóru fram bikarúrslit yngri flokka í körfubolta að Ásvöllum og voru lið að Suðurnesjunum einkar sigursæl. Í gær sunnudag, bættust titlar í safn Keflvíkinga en 10. flokkur stúlkna hafði á laugardag tryggt sér bikarmeistaratitil. Keflavík varð í gær bikarmeistari í 9. flokki kvenna eftir stórsigur gegn grönnum sínum úr Grindavík. Lokatölur urðu 28-84 Keflavík í vil. Sandra Þrastardóttir var valin besti maður leiksins en hún gerði 20 stig, tók 14 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Keflavíkur.

Keflavík landaði í svo í framhaldinu sínum þriðja bikarmeistaratitli í yngri flokkum kvenna þessa helgina þegar að stúlknaflokkur félagsins vann öruggan stórsigur á Haukum síðar í gær. Keflavík tók frumkvæðið snemma og leit aldrei um öxl og vann að lokum verðskuldaðan sigur, 49-72, þar sem allir leikmenn liðsins komust á blað. Lovísa Falsdóttir var valin besti maður leiksins með 19 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta.

Njarðvíkingar lönduðu bikarmeistaratitli í drengjaflokki í gær með öruggum 79:64 sigri á liði FSu. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og lið Njarðvíkinga einfaldlega númeri of stórt fyrir Menntskælingaliðið frá Selfossi. Hjá Njarðvík var Óli Ragnar Alexandersson að sýna óhemju góða baráttu anda sem smitaði út frá sér. Óli skilaði 26 stigum og hirti 10 fráköst sem einnig skilaði honum titlinum besti maður leiksins og var stráksi vel að því kominn. 11. flokkur sameiginlegs liðs Njarðvíkur og Grindavíkur hafði á laugardeginum sigrað KR og því tveir titlar hjá Njarðvík um helgina en. Umfjöllun karfan.is.


Mynd/karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024