Bikarslagur Njarðvíkinga og KR er í kvöld
Njarðvík og KR mætast í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld á Rafholtsvellinum. Það má búast við hörkuviðureign enda hafa heimamenn verið á mikilli sigurgöngu í sumar, þeir eru efstir í deildinni og slógu Keflavík úr bikarnum í 32 liða úrslitum.
Fyrir leik verða hamborgarar og kaldir drykkir til sölu og það má búast við góðri stemmningu meðal heimamanna. Víkurfréttir hvetja bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og flykkjast á bak við Njarðvíkinga sem hafa verið að sýna sínar bestu hliðar á undanförnu.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 – Áfram Njarðvík!