Bikarmeistararnir mæta Haukum
Keflvíkingar mæta varaliði erkifjendanna í karlaboltanum
Búið er að draga í 8-liða úrslit í Powerade bikarkeppninni í körfubolta. Fjögur Suðurnesjalið voru í pottinum karlamegin og munu tvö þeirra mætast. Njarðvík b tekur á móti Keflvíkingum, á meðan Grindvíkingar og Njarðvíkingar leik bæði á útivelli. Grindvíkingar mæta Skallagrími á meðan Njarðvíkingar mæta Haukum b eða KR.
Í kvennaboltanum fá Suðurnesjaliðin tvö sem voru í pottinum bæði heimaleik. Stórleikur verður í Mustad höllinni í Grindavík þar sem bikarmeistarar síðasta tímabils fá Hauka í heimsókn. Keflvíkingar fá Skallagrím í heimsókn, en þær eru á toppi 1. deildar.
8-liða úrslit karla
Njarðvík b - Keflavík #korfubolti
Þór Þorlákshöfn - Haukar
Skallagrímur - Grindavík
Haukar b/KR - Njarðvík
8-liða úrslit kvenna
Valur - Snæfell
Keflavík - Skallagrímur
Grindavík - Haukar
Stjarnan - Hamar