Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarleikur Keflavíkur og Víðis í Reykjaneshöllinni kl. 12
Laugardagur 29. apríl 2017 kl. 09:37

Bikarleikur Keflavíkur og Víðis í Reykjaneshöllinni kl. 12

Borgunarbikarleikur Keflavíkur og Víðis verður í Reykjaneshöllinni kl. 12 en ekki á Nettó-vellinum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Veðurguðirnir tóku í taumana og eftir verulega snjókomu í gær, föstudag er enn snjór á vellinum og ekki hægt að leika knattspyrnu á fína grasinu.

Ekki var að sögn Jóns Ben formanns Keflavíkur hægt að fresta leiknum aftur og því var ákveðið að færa hann inn í Reykjaneshöllina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024