Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Bikarleikirnir allir í beinni
Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 15:33

Bikarleikirnir allir í beinni

Níu Suðurnesjalið leika í Höllinni um helgina

Það verður líf og fjör í Laugardalshöll um helgina þegar úrslit ráðast í bikarkeppnini í körfubolta í öllum aldursflokkum. Herlegheitin hefjast á föstudag þar sem bikarúrslitaleikir í yngri flokkum fara fram en þeir fara einnig fram á sunnudeginum. Bikarúrslit meistaraflokkanna fara fram laugardaginn 13. febrúar en þar eru Grindvíkingar eina Suðurnesjaliðið.

RÚV mun sýna meistaraflokksleikina í beinni útsendingu en aðrir leikir helgarinnar verða í beinni á Youtube-rás KKÍ.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Suðurnesjafólk mun sjálfsagt fjölmenna í Höllina enda eiga Suðurnesin alls níu lið sem leika til úrslita þetta árið. Grindvíkingar eiga fjögur lið í úrslitum, Njarðvíkingar þrjú og Keflvíkingar tvö.

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur 12. febrúar
Kl. 18:00 · 9. flokkur stúlkna · Grindavík-Njarðvík
Kl. 20:00 · Unglingaflokkur kvenna · Snæfell-Keflavík
Laugardagur 13. febrúar
Kl. 14:00 · Úrslitaleikur kvenna · Snæfell-Grindavík
Kl. 16:30 · Úrslitaleikur karla · KR-Þór Þorlákshöfn
Sunnudagur 14. febrúar
Kl. 10:00 · 10. flokkur drengja · Haukar-Breiðablik
Kl. 12:00 · 9. flokkur drengja · Stjarnan-Þór Akureyri
Kl. 14:00 · 10. flokkur stúlkna · Grindavík-KR
Kl. 16:00 · Drengjaflokkur · Njarðvík-ÍR
Kl. 18:00 · Stúlknaflokkur · Njarðvík-Keflavík
Kl. 20:00 · Unglingaflokkur karla · Grindavík-Haukar