Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarleikir í Njarðvík og Grindavík
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 17:55

Bikarleikir í Njarðvík og Grindavík

Tveir leikir fara fram í 4ra liða úrslitum í bikarkeppninni í Unglingaflokki í kvöld. Njarðvíkingar taka á móti FSu í Ljónagryfjunni kl. 19:15 og Grindvíkingar fá KR í Röstina kl. 20:45.

Sigurliðin mætast svo í úrslitaleik bikarkeppninnar í DHL – höllinni í vesturbænum en dagsetning á úrslitaleikinn er ekki enn komin.

Körfuknattleiksunnendur eru hvattir til þess að fjölmenna á leikina og berja upprennandi stjörnur íþróttarinnar augum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024