Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarleikir í körfunni um helgina
Njarðvíkingar fara vel af stað. Myndir af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar UMFN
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. september 2021 kl. 09:55

Bikarleikir í körfunni um helgina

Körfuknattleikstímabilið er hafið og um helgina fóru fram leikir í átta liða úrslitum karla og kvenna. Keflavík og Grindavík eru úr leik í karla- og kvennaflokki en Njarðvík fer í undanúrslit karla og kvenna. 

Bikarkeppni karla 2021:

Tindastóll - Keflavík 84:67 (22:25, 14:16, 23:11, 25:15)

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Tindastóli. Eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikhlutana og leitt í hálfleik snerist dæmið algerlega við í seinni hálfleik og Stólarnir höfðu sautján stiga sigur að lokum.

Keflavík: Jaka Brodnik 21/6 fráköst, Dominykas Milka 17/9 fráköst, David Okeke 10/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/10 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5/5 fráköst, Magnús Pétursson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjarnan - Grindavík 92:81 (19:17, 18:32, 27:12, 28:20)

Fyrsti leikhluti var jafn en í öðrum hluta fóru Grindvíkingar á kostum og náðu tólf stiga forskoti í hálfleik. Sveiflan var mikið milli annars og þriðja leikhluta sem Stjarnan vann með fimmtán stigum. Stjarnan jók forskotið í síðasta leikhluta og sigraði að lokum með ellefu stiga mun.

Grindavík: Malik Ammon Benlevi 18, Ivan Aurrecoechea Alcolado 14/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 14, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Hinrik Guðbjartsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0.


Njarðvík - Haukar 93:61 (24:16, 27:21, 20:14, 22:10)

Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Hauka og höfðu sannfærandi 32 stiga sigur. Njarðvík vann alla fjórðunga svo það fór aldrei á milli mála hverjir hefðu sigur að lokum.

Njarðvík: Fotios Lampropoulos 21/7 fráköst, Nicolas Richotti 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Dedrick Deon Basile 13/6 fráköst/11 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 12, Logi Gunnarsson 8, Snjólfur Marel Stefánsson 8/6 fráköst, Mario Matasovic 7, Sigurbergur Ísaksson 3, Jan Baginski 3, Elías Bjarki Pálsson 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.


Bikarkeppni kvenna 2021

Keflavík - Haukar 59:87 (12:20, 8:26, 18:16, 21:25)

Keflavík átti ekki góðan leik gegn Haukum og má segja að Haukar hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta sem þær unnu með átján stigum og leiddu með 26 stigum í hálfleik.

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 13/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 12/9 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Tunde Kilin 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 5, Agnes María Svansdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 1, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.


ÍR - Njarðvík 39:84 (10:20, 16:19, 4:22, 9:23)

Njarðvík fór rólega af stað en leiddi leikinn með þrettán stigum í hálfleik. Stigasöfnun sóknarinnar hjá Njarðvík var á svipuðu róli í öllum leikhlutum en í seinni hálfleik lokaði vörn Njarðvíkinga fyrir aðgengi að körfunni og tryggði 45 stiga sigur að lokum.

Njarðvík: Lára Ösp Ásgeirsdóttir 17, Helena Rafnsdóttir 16, Vilborg Jonsdottir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 10/7 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Lavina Joao Gomes De Silva 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Eva María Lúðvíksdóttir 6, Diane Diene 4/17 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Júlía Rún Árnadóttir 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0.