Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 17. desember 2003 kl. 22:06

Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar: Keflavíkurstúlkur unnu ÍR

Keflavíkurstúlkur unnu sigur á ÍR í 16-liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í Seljaskóla í kvöld 59-73. Með því eru Keflvíkingar komnar áfram, en á morgun verður dregið í 8-liða úrslitum.

Leikurinn var jafn framanaf og í leikléi var staðan 36-38 fyrir Keflavík. Í þriðja leikhluta tóku þær sig á og náðu góðum spretti og voru komnar í þægilega stöðu. Í síðasta leikhluta slökuðu Keflvíkingar á klónni og lönduðu loks öruggum sigri.

Hjörtur Harðarson var ánægður með leikinn og sagði að stelpurnar hans hefðu ekki lent í teljandi vandræðum með ÍR. „Við vorum svolítið lengi í gang, en við gerðum það sem við þurftum að gera. Við vorum kannski að missa boltann of oft, en við bætum úr því fyrir næsta leik.“

Stigahæstar Keflvíkinga voru Birna Valgarðsdóttir, sem skoraði 17 stig og Anna María Sveinsdóttir sem gerði 15. Erla Þorsteinsdóttir skoraði 12 stig og tók 11 fráköst.

Eplunus Brooks skaraði fram úr í liði ÍR-inga að vanda og skoraði 22 stig og tók 19 fráköst, en Kristrún Sigurjónsdóttir átti einnig mjög góðan leik og skoraði 22 stig líkt og Brooks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024