Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bikarinn: KR mætir í Garðinn!
Laugardagur 12. júní 2004 kl. 11:41

Bikarinn: KR mætir í Garðinn!

32-liða úrslitunum í Bikarkeppni KSÍ lýkur í dag. Þar sækja Keflvíkingar Völsung heim á Húsavík kl. 14 að ógleymdum stórleik KR og Víðis sem hefst kl. 13 í  Garðinum.

Víðismenn eiga sælar minningar frá bikarleikjum gegn KR þar sem þeir slógu vesturbæinga út í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar árið 1987. Lokatölur voru 2-0 og, eftir að hafa slegið Val út í undanúrslitum, komust þeir alla leið í úrslit.

„Þar mættum við Fram, en það þarf ekkert að minnast á þann leik“, sagði Sævar Leifsson, fyrrverandi knattspyrnukappi, í samtali við Víkurfréttir. Sævar lék með Víði á þessum árum, en hafði lengi leikið með KR áður en hann flutti í Garðinn. Aðspurður um hvort það hafi ekki verið ljúfsárt að slá út liðið sem hann hafði haldið með frá barnæsku vildi Sævar ekki kannast við það. „Það er alltaf gaman að vinna og það skipti ekki máli hverja maður vinnur.“

En hverjum heldur Sævar með á laugardaginn?
„Þetta er bara „win/win situation“ Það skiptir ekki máli fyrir mig hver vinnur, ég verð sáttur!“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024