Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn í höfn - myndasyrpa
Þriðjudagur 16. september 2003 kl. 21:44

Bikarinn í höfn - myndasyrpa

Eftir leik Keflavíkur og Víkings í lokaumferð 1. deildarinnar á laugardag fékk Keflavíkurliðið afhentan bikar og verðlaunapeninga fyrir sigur í deildinni.  Reyndar var nokkur fljótaskrift á athöfninni því formaður KSÍ þurfti að bruna í Reykjavík strax að henni lokinni til að sinna gestgjafahlutverkinu á kvennalandsleik á Laugardalsvelli.  Liðið er vel að sigrinum komið; í leikjunum 18 sigraði Keflavík í 13 leikjum, gerði 4 jafntefli en tapaði aðeins einum leik.  Markatalan var 51-15 og það er athyglisvert að allir útileikmennirnir sem hófu leikinn á laugardag skoruðu mark í deildinni í sumar en 14 leikmenn skoruðu mark í sumar.  Þess má geta að Keflavík fékk tvö stig gegn Víkingum sem luku keppni í 2. sæti, 1 stig gegn Þór sem endaði í 3. sæti og 4 stig höfðust úr leikjunum tveimur gegn Stjörnunni sem hafnaði í 4. sæti deildarinnar.  Hins vegar vann Keflavík alla 12 leikina gegn liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar og sýnir þetta vel hve nauðsynlegt er að klára leikina gegn slakari liðunum í hverri keppni til að ná árangri.

Skoða svipmyndir úr leiknum og frá bikarafhendingunni 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024