Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn: Grindvíkingar áfram ef Siggi sleppur við villuvandræði
Laugardagur 18. janúar 2014 kl. 19:43

Bikarinn: Grindvíkingar áfram ef Siggi sleppur við villuvandræði

Helgi Jónas Guðfinnsson skilaði Íslandsmeistaratitli til Grindavíkur árið 2012 sem þjálfari liðsins. Hann hefur nú sagt skilið við körfuboltann að sinni en fylgist þó vel með úr fjarlægð. Helgi spáði fyrir um úrslit í átta liða úrslitum bikarkeppni karla en þar ber helst að nefna stórleik Grindavíkur og Njarðvíkur sem fram fer í Röstinni á morgun, sunnudag.

Grindavík-Njarðvík
„Þetta verður hörkuleikur. Grindvíkingar hafa verið að spila vel eftir áramót og var gaman að fylgjast með þeim á móti KR. Siggi hefur verið að spila gríðarlega vel og einnig hefur Ómar verið að stíga upp. Njarðvíkingar eru með gríðarlega sterkt lið og eru komnir með mikinn trukk inn í miðjuna sem var eitthvað sem þeim vantaði. Þeir eru með gríðarlega hættulegt bakvarðapar í þeim Elvari og Loga. Það er gaman að sjá hversu öflugur Elvar er orðinn. Grindavíkingar „matcha-up“ vel á móti Njarðvíkingum þar sem þeir eru með mikið að bakvörðum (Lewis, Lalli, Jón Axel, Jói og Óli) sem geta dekkað þá. Ég spái því að Grindvíkingar vinni þennan leik en það getur farið á annan veg ef Siggi lendir í villivandræðum því þá eigum við ekki marga leikmenn sem geta barist við stóru mennina hjá Njarðvík.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eiga ekki séns í úrvalsdeildarlið

ÍR-Keflavík-b
„ÍR-ingar eiga að fara auðveldlega í gegnum þennan leik. Þeir hafa verið að spila mun betur eftir að Nigel Moore gekk til liðs við þá og virðist hann hafa gefið þeim aukið sjálfstraust. Þó svo að ég hafi mikla trúa á gömlu kempunum úr Keflavík þá held ég að þeir eigi ekki séns í að halda í við úrvalsdeildarlið.“