Bikarinn: Grindavík mætir Njarðvík b

Í gær lauk 32-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta og í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna. Einn Suðurnesjaslagur verður á dagskrá en þá mætast Grindavík og Njarðvík b í karlaflokki. Grindvíkingar eiga erfiða rimmu fyrir höndum en þær mæta Íslandsmeisturum Hauka í kvennaflokki. Keflavíkurkonur fá heimaleik gegn Fjölni á meðan b-lið félagsins heimsækir ÍR.

Njarðvíkingar heimsækja Þór Þ. fyrrum lið þjálfarans Einars Árna.

Leikið verður dagana 15.-17. desember.


16-liða úrslit Geysisbikars · Konur

Valur - Hamar  
Njarðvík - Skallagrímur
Haukar - Grindavík 
ÍR - Keflavík-b 
Tindastóll - Breiðablik 
Stjarnan - KR
Þór Ak. - Snæfell
Keflavík - Fjölnir

16-liða úrslit Geysisbikars · Karlar
Tindastóll - Fjölnir  
Skallagrímur - Selfoss   
KR-b - KR 
Þór Þ. - Njarðvík 
Grindavík - Njarðvík-b   
Hamar - Stjarnan
Vestri - Haukar
ÍR - ÍA