Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn ekki á loft í Keflavík
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 21:30

Bikarinn ekki á loft í Keflavík



Keflvíkingum tókst ekki að hampa deildarbikarnum í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld en þær töpuðu á heimavelli gegn Snæfellingum með 59 stigum gegn 61. Þegar tæp mínúta var eftir tryggði Hildur Sigurðardóttir Snæfellingum sigur og skot Pálínu Gunnlaugsdóttur á lokasekúndu leiksins rataði ekki rétta leið og því fór sem fór.

Keflavík byrjaði betur í leiknum og komst í 7-0 í upphafi leiks. En eftir það var eins og það hafi gjörsamlega slokknað á þeim og Snæfell nýtti sér það. Smám saman komust þær inn í leikinn og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum jafnar Snæfell 7-7 og komast svo yfir stuttu seinna 9-10. Leikhluturinn endar síðan 11-12 og voru bæði lið að hitta illa.

Bæði lið virtut vera taugaóstyrk og lítið gekk í sóknarleik liðanna. Liðin voru jöfn á öllum tölum í örðum leikhluta og staðan var 27-27 þegar flautað var til hálfleiks. Hjá Keflavík var Pálína sterk og var komin með 14 stig.

Liðin skiptust á því að vera með forystuna á upphafsmínútum þriðja leikhlutans. Bæði liðin voru frekar mistæk sóknarlega og var ekkert að detta ofaní framan af í leikhlutanum.

Eins og hina þrjá leikhlutana þá byrjar Keflavík betur en Snæfell er þó ekkert að hleypa þeim of langt undan. Um miðjan leikhlutann kemst Keflavík í 53-49 og þessum tíma var ekkert að detta ofaní hjá Snæfell. En þær gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Eboni Mangum fær sína fimmtu villu stuttu seinna og Snæfell kemst yfir með því að setja niður tvö víti, 53-55. Snæfell herðir vörnina sína og með góðri baráttu komast í 55-59 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Keflavík jafnar síðan í 59-59 áður en Hildur Sigurðardóttir setur boltann ofaní þegar 46 sekúndur voru eftir, 59-61. Keflavík átti þó síðasta skotið en það skoppaði af körfuhringnum.

Stigin í kvöld:
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 0, Helga Hallgrímsdóttir 0/7 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024