Bikarinn ekki á loft í Grindavík
Grindvíkingar fengu ekki að lyfta langþráðum Íslandsmeistarabikar á loft á heimavelli sínum í kvöld en Þórsarar nældu sér í sigur, 91-98. Nýliðarnir voru yfir lengi vel í síðari hálfleik og í lokin náðu þeir að halda forystu sinni með því að setja vítaskot sín niður. Mest náðu Þórsarar 13 stiga forystu og 11 sinnum skiptust liðin á að halda forystu. Ekki mátti mikið sjá á milli liðanna, en Þórarar héldu haus og kláruðu sitt á meðan Grindvíkingar náðu ekki að halda einbeitingu allt til loka.
Steminngin var frábær í Röstinni í kvöld og fyrir leik var Útsvarslið Grindvíkinga heiðrað. Grindvíkingar virtust bjartsýnir á sigur en Þórsarar sáu svo sannarlega um að spilla gleðinni.
Grindvíkingar áttu ekki svör við leik Þórsara í kvöld en nýliðarnir mættu grimmari til leiks. Erlendu leikmenn þeirra, þeir Govens og Henley voru mun betri en í hinum leikjunum og Govens kom með körfur þegar á reyndi. J´Nathan Bullock var ekki jafn magnaður og að undanförnu og munaði kannski um minna fyrir heimamenn. Grindvíkingar voru ekki sérstaklega slakir í leiknum í dag, heldur voru Þórsarar bara örlítið betri.
Næsti leikur er í Þorlákshöfn á miðvikudag en Grindvíkingar geta þá tryggt sér titilinn í gryfju Þórsara.
Giordan Watson var sprækastur í liði Grindvíkinga í leiknum.
Útsvars-snillingar Grindvíkinga.
Stigin:
Grindavík: Giordan Watson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 13/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Ármann Vilbergsson 0.
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/8 fráköst/11 stoðsendingar, Joseph Henley 19/11 fráköst, Blagoj Janev 19/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/7 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.