Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn 1975: Keflvíkingar sigruðu Skagamenn
Gullaldarliðið úr Bítlabænum.
Föstudagur 8. ágúst 2014 kl. 15:55

Bikarinn 1975: Keflvíkingar sigruðu Skagamenn

Myndband af sigurmarki Einars Gunnarssonar

Nú er aðeins rétt rúm vika þar til Keflvíkingar leika í bikarúrslitum gegn KR-ingum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa fjórum sinnum hampað bikarnum góða en fyrst gerðist það árið 1975. Þá léku Keflvíkingar gegn Skagamönnum á Laugardalsvelli. Skagamenn voru með gott lið á þessum árum og urðu Íslandsmeistarar árin 1974 og 75. Keflvíkingar voru einnig með frábært lið á þessum tíma sem oft hefur verið nefnt gullaldarlið Keflavíkur. Strákarnir út Bítlabænum urðu m.a. Íslandsmeistarar árið 1973, en það var síðasti Íslandsmeistaratitill liðsins.

Í téðum úrslitaleik höfðu Keflvíkingar 1-0 sigur en það var Einar Gunnarsson sem skoraði mark Keflvíkinga með góðu langskoti í lok fyrri hálfleiks. Sjá má brot úr leiknum í myndbandi hér að neðan en þar má finna mark Einars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gullaldarárin í knattspyrnu í Keflavík hófust með fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins árið 1964 en á næstu tíu árum ára var liðið í fremstu röð og vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki fjórum sinnum. Liðið spilaði á þessum árum m.a. við mörg frægustu lið Evrópu s.s. Real Madrid, Everton, Tottenham og fleiri.